Betri hundar Skilmálar

Persónuvernd

Almennt

Persónuvernd Betri Hundar ehf segir til um þá meðferð og geymslu gagna sem fyrirtækið kann að afla með starfsemi sinni. Yfirlýsing þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum hætti. Meðferð persónuupplýsinga er í samræmi við Persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) sem innleidd er í íslenskan rétt með lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Betrihundar.is er ábyrgðarðili þeirra gagna sem verða til við viðskipti og notkun á vefsíðu Betrihundar.is. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða beiðnir sem tengjast persónuvernd fyrirtækisins, vinsamlegast hafðu samband við okkur gegnum betrihundar@betrihundar.is.

Hvaða persónuupplýsingum söfnum við, hvernig og af hverju

Persónuupplýsingar eru þær upplýsingar sem gera mögulegt að persónugreina einstakling, beint eða óbeint. Betrihundar.is aflar og notar persónuupplýsingar í þeim tilgangi að virkja aðgang þinn að vefsíðum okkar, veita þér góða þjónustu, upplýsa þig um námskeið og námsefni sem við teljum að þú hafir áhuga á o.fl. Betrihundar.is safnar einnig eftirfarandi persónuupplýsingum: Tengiliðaupplýsingar: Þetta eru upplýsingar sem verða til við stofnun aðgangs og staðfestingar pöntunar, s.s. nafn, heimilisfang, símanúmer og upplýsingar um pantanir, auk síðustu 4 stafa í greiðslukorti, gildistíma, kortategund og auðkenni korts hjá kortafyrirtæki. Greiðslukortanúmer utan síðustu 4 stafa eru aldrei geymd í gagnagrunni betrihundar.is. Við geymum þessar upplýsingar til að geta afgreitt námsefni og geymum pöntunarsögu, m.a. til þæginda og einföldunar fyrir viðskiptavini, vegna ábyrgðar á keyptu námsefni og til að verja fyrirtækið komi upp ágreiningur. Upplýsingar um greiðslukort eru dulkóðaðar. Samskiptaupplýsingar: Hér er átt við upplýsingar sem verða til við samskipti viðskiptavinar við betrihundar.is, t.d með tölvupósti, símtölum, notkun spjallglugga og samskiptum um samfélagsmiðla. Við vinnum með persónugögn til þess að hafa samband við viðskiptavini og veita sem besta þjónustu sem og til þess að verja fyrirtækið komi upp ágreiningur um einstök mál. Símtöl kunna að vera hljóðrituð en tölvupóstar og samskipti í gegnum þjónustukerfið okkar eru geymd í allt að tvö ár. Tæknilegar upplýsingar: Þetta eru upplýsingar sem við söfnum sjálfkrafa þegar þú heimsækir vefsíður okkar sem fela í sér upplýsingar eins og IP-tölu, tegund vafra, auðkenni tölvunnar og tölvukerfi. Einnig eru skráðar upplýsingar um að þú tengist vefsíðunni okkar í gegnum hlekk og þá af hvaða vefsíðu, hvernig þú notar vefsíðuna, tíma og dagsetning heimsóknar, þann tíma sem þú varðir á þessum síðum, auk upplýsinga um kaup á vörum og þjónustu. Slíkum upplýsingum kann að vera safnað með notkun vefkaka (e. cookies). Markaðsupplýsingar: Þessar upplýsingar segja til um kaupsögu þína þannig að þú fáir upplýsingar og tilboð sem við teljum sniðin sérstaklega að þér. Einnig til að stjórna því efni og auglýsingum sem birtast á síðunni, í fréttabréfi og á samfélagsmiðlum til að mæla virkni og skilja áhrif auglýsinga. Við sendum reglulega fréttabréf ef viðskiptavinur hefur samþykkt skráningu á póstlista fyrirtækisins. Viðskiptavinur getur þó alltaf afskráð sig af fréttabréfi betrihundar.is og afþakkað frekari markpóst með því að ýta á þar til gerðan hlekk neðst í öllum markpóstum fyrirtækisins. Betrihundar.is selur ekki persónugreinanlegar upplýsingar til þriðja aðila. Betrihundar.is notar upplýsingar um viðskiptavini, tækniupplýsingar og markaðsupplýsingar til að tryggja rétta virkni vefsíðu betrihundar.is. Þessar upplýsingar eru geymdar á grundvelli samþykkis sem og lögmætra hagsmuna sem í okkar tilfelli er að veita viðskiptavinum sem allra besta þjónustu, þróa þær þjónustur sem við bjóðum upp á og verja fyrirtækið gagnvart svikum og utanaðkomandi árásum.

Miðlun persónuupplýsinga til þriðja aðila

Í vissum tilfellum þarf betrihundar.is að deila persónuupplýsingum með þriðja aðila. Það er þá gert til þess að hægt sé að bjóða upp á þá þjónustu sem fyrirtækið býður upp á. Þessir aðilar sjá t.d. um vinnslu við debet- og kreditfærslur, þjónustuver, útsendingu tölvupósts, hýsingu UT-búnaðar, fjarskiptafyrirtæki og rekstur tölvukerfis. Sé fyrirtækið staðsett utan EEA eru upplýsingar einungis áframsendar uppfylli fyrirtækið vernd persónugagna skv. GDPR reglugerð. Við afhendum vinnsluaðilunum einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir vinnsluaðila í framangreindum tilgangi og krefjumst þess að allir þeir aðilar virði og tryggi öryggi gagnanna skv. lögum um persónuvernd. Þessum aðilum er einungis leyfilegt að vinna gögnin í sértilgreindum tilgangi og skv. okkar leiðbeiningum.

Öryggi gagna

Betrihundar.is hefur viðeigandi öryggisráðstafanir í því skyni að hindra að persónuupplýsingar þínar glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi. Aðgangur að upplýsingunum er auk þess takmarkaður við þá aðila sem nauðsyn ber til og sem eru bundnir trúnaðarskuldbindingu.

Geymsla gagna

Betrihundar.is geymir persónugögn sem viðskiptavinir veita sjálfir (t.d. með því að skrá sig á betrihundar.is, fylla út í eyðublöð á vefsíðu betrihundar.is eða með því að senda okkur tölvupóst). Sama á við um gögn sem aflað er við notkun vefsíðunnar með notkun vefkaka. Betrihundar.is geymir engar viðkvæmar upplýsingar um viðskiptavini sína. Viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt GDPR eru gögn sem innihalda upplýsingar um kyn, kynþátt, trúarbrögð, kynhegðun, stjórnmálaskoðanir, upplýsingar um aðild að verkalýðsfélagi, heilsufarsupplýsingar eða erfða- og líftækniupplýsingar. Upplýsingar um viðskipasögu viðskiptavina eru geymdar í kerfum betrihundar.is þar til fyrirtækið telur ekki lengur ástæðu til. Bókhaldstengd gögn eru geymd í 7 ár skv. lögum. Í vissum tilfellum er gögnum umbreytt þannig að þau eru ekki lengur persónugreinanleg og unnið er með þau áfram í rannsóknum og tölfræðilegum tilgangi án þess að viðskiptavini sé gerð sérstaklega grein fyrir því. Betrihundar.is notar einungis þær upplýsingar sem fyrirtækið heldur utan um í þeim tilgangi að afhenda vörur og þjónustu, tryggja sem besta virkni vefsíðu betrihundar.is, til að vernda hagsmuni fyrirtækisins og svo til markaðssetningar þegar við á.

Þinn réttur

Samkvæmt Almennu persónuverndarreglugerðinni eiga viðskiptavinir rétt á því að fá aðgang að öllum þeim persónuupplýsingum sem fyrirtæki geyma um þá, geta beðið um afrit af gögnunum, óskað eftir leiðréttingu, beðið eftir því að þau verði framsend eða að þeim verði eytt. Þó er ekki hægt að breyta eða eyða gögnum sem fyrirtækjum ber skylda til að geyma skv. lögum. Persónuupplýsingar sem gefnar voru upp við skráningu sem og upplýsingar um viðskipti er hægt að nálgast inni á þínu svæði. Til að óska eftir öðrum persónuupplýsingum biðjum við þig að hafa samband við með tölvupósti í gegnum vilko@betrihundar.is og við munum leitast við að svara beiðni þinni eins fljótt og auðið er, en tryggjum að slíkt sé lokið innan 30 daga nema um sé að ræða margar eða umfangsmiklar beiðnir. Við kunnum að óska eftir viðbótarupplýsingum frá þér í tengslum við beiðni þína, t.d. vegna auðkenningar. Við tökum almennt ekki gjald fyrir afhendingu gagna eða afgreiðslu annarra beiðna. Við áskiljum okkur þó rétt á að innheimta gjald eða synja um afhendingu þegar um er að ræða beiðnir sem eru bersýnilega tilhæfulausar, óhóflegar eða margendurteknar. Sé viðskiptavinur ósáttur við meðferð persónuupplýsinga hjá betrihundar.is hefur hann rétt til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd. betrihundar.is óskar þó góðfúslega eftir því að fyrst sé haft samband við fyrirtækið í viðleitni til þess að leysa málið áður en farið er með málið áfram.

Hlekkir á heimasíður seljenda og samband þeirra við kaupendur

Á vefsíðu betrihundar.is má finna hlekki sem beina notendum inná vefsvæði söluaðila, t.d. til baka á upphaflega heimsíðu fyrirtækis. betrihundar.is stjórnar ekki vefsíðum þessara aðila og ber ekki ábyrgð á persónuvernd þeirra. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að athuga persónuverndarsefnu viðkomandi fyrirtækis þegar vafrað er út fyrir síðu betrihundar.is. Um allar persónuuppýsingar sem gefnar eru af viðskiptavini beint til söluaðila (án milligöngu betrihundar.is) er farið eftir persónuverndarstefnu viðkomandi söluaðila.

Vefkökur

Vefkökur eru litlar textaskrár sem geymdar eru í minni vafrans. betrihundar.is notar þessar vefkökur til ýmissa hluta s.s. auðkenna notendur, bæta notendaupplifun síðunnar, þróa síðuna, greina umferð og tryggja öryggi. Þessar upplýsingar eru aðeins geymdar í skemmri tíma og er að mestu ópersónurekjanlegar. betrihundar.is áskilur sér samt rétt til þess að nota þessi gögn til að rekja netárásir og ef grunur um kortamisferli kemur upp. Flestar vefkökur eru einungis gerðar til að síðan virki sem skyldi en aðrar greina aðgerðir notenda og stuðla að bættri upplifun útfrá áhugasviði notenda. Hægt er að loka á vefkökur með því að breyta stillingum í vafra og þannig dregið samþykki sitt fyrir notkun á þeim til baka. Vert er að taka fram að ef lokað er á allar vefkökur þá getur það haft áhrif á virkni síðunnar.

Breytingar

Persónuverndaryfirlýsing þessi var samþykkt þann 27.10.2020 Persónuverndarstefna okkar er í stöðugri skoðun og því kann þessari persónuverndaryfirlýsingu að verða breytt. Tilkynnt verður um allar þær breytingar sem kunna að verða á heimasíðu okkar á www.betrihundar.is. Á sama tíma skiptir það máli að upplýsingar um þig séu ávallt sem réttastar. Því biðjum við þig góðfúslega að láta okkur vita ef tengiliðaupplýsingar þínar, svo sem símanúmer, netfang eða aðrar upplýsingar, breytast

Lög Og Varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur (ef fyrirtækið er með lögheimili í Reykjavík) eða Héraðsdómi Reykjaness (ef fyrirtækið er með lögheimili í t.d. Garðabæ eða Kópavogi) Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

Betri hundar ehf

Kennitala 410321-1490

Reikningsnúmer: 410321-1490

Grandatröð 5, 220 Hafnafjörður

Testimonial 1
Testimonial 2
Testimonial 3
Testimonial 4
Testimonial 5
Testimonial 6
Testimonial 7