Einkatímar/ private consultation - Kata

Hæhæ, Kata hér ég kenni NoseWork, bæði byrjenda og framhaldstíma. Held kríla-hvolpatíma á laugardögum fyrir yngstu hvolpana og er með grunnnámskeið. Að sjálfsögðu býð ég einnig uppá einkatíma.

 

Markmið mín eru að kenna fólki hvernig það getur byggt upp góðan grunn og búið til sjálfsöruggan hund, hvernig fólk getur lesið hundana sína sem best, og kenni teyminu er að takast á við umhverfið og hvað hægt er að gera þegar á reynir. Ég bý yfir góðri menntun &  reynslu á hundum, útskrifaðist úr Karen Pryor Academy sumarið 2023, er menntaður NoseWork þjálfari & er að sérhæfa mig í hvolpauppledi. Ég ólst ég upp með Írskum Setter, er með 2 unga Border collie Rakka og 3 kettir. Annar rakkin hefur glímt við ýmis vandræði t.d kvíða, smölun á öllu sem hreyfist og líkamlega kvilla svo það er mikill skilingur á því sem eigendur ganga í gegnum þegar hundurinn glímir við erfileika og það sem hundurinn sjálfur er að kljást við. Helstu áhugasvið mín í hundaþjálfun er hvolpauppeldi, samvinnuþýð umhirða, samband eigenda og hunds og auðvitað hvernig hægt er að aðstoða hunda sem eiga erfitt.

 

Skilningur, Samvinna & þolinmæði.

 

Skilningur þvi að ég legg mikla áherlsu á eigendur skilji eðlilega hegðun & merkjamál hunda. Samvinna þar sem teymið þarf að læra að vinna saman til að báðir aðilar njóti sín og að lokum þolinmæði fyrir þvi að hundurinn er að læra á lífið & eigandi að læra á hundinn.

 

VERÐLISTI fyrir þjónustu mína

Einkatíma – pakki 1

• hegðunarráðgjöf 1,5 klst (við komum heim til þín)

• einstaklingsaðstoð/grunnráð til að hjálpa þér og hundinum þínum

• verð: 18.000 kr

 

Einkatíma – pakki 2

• hegðunarráðgjöf 1,5 klst (við komum heim til þín)

• einstaklingsaðstoð/grunnráð til að hjálpa þér og hundinum þínum

• skrifleg skýrsla (tölvupóstur) í kjölfar einkafundar

• verð: 22.000 kr

 

Einkatíma – pakki 3

• hegðunarráðgjöf 1,5 klst (við komum heim til þín)

• einstaklingsmiðaða hegðunaráætlun

• skrifleg skýrsla (tölvupóstur) í kjölfar einkafundar

• stuðningur í síma eða tölvupósti (2 x 15 mín) eftir fyrstu lotuna

• 2 klst eftirfylgni, ein klukkustund hver á umsömdum tímum.

(Bæði skiptin þarf að nota innan sex mánaða frá fyrstu lotunni)

• verð: 39.000 kr

 

Einkatími – pakki 4

• hegðunarráðgjöf 1,5 klst (við komum heim til þín)

• einstaklingsmiðaða hegðunaráætlun

• skrifleg skýrsla (tölvupóstur) í kjölfar einkafundar

• stuðningur í síma eða tölvupósti (2 x 15 mín) eftir fyrstu lotuna

• 4 klst eftirfylgni, ein klukkustund hver á umsömdum tímum.

(þarf að nota öll fjögur skiptin innan níu mánaða frá fyrstu lotunni)

• verð: 53.000 kr

 

Aukahlutir

• hver auka klukkustund (við komum heim til þín): 10.000 kr

 

• hver auka 15 mín ráðgjöf í síma/í tölvupósti: 2.000 kr

 

• skriflegt yfirlit bætt við: 6.000 kr

 

• ferðir heim til þín innan klukkustundar frá höfuðborgarsvæðinu (Selfossi, Akranesi, Borgarnesi): 5.000 kr.

 

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlega sendið tölvupóst á kata@betrihundar.is eða hafið samband í síma 821-7993.

 

Ég hlakka til að heyra frá þér!