Þetta námskeið er fyrir þau teymi sem hafa góðan grunn í öllum fjórum leitarflokkunum (gáma-, inni-, úti- og farartækjaleit).
Á þessu námskeiði er farið vel yfir leitartækni hvers og eins og hvernig bæta má hvert teymi og samstarf þeirra.
Hér er farið í flóknari leit á erfiðari leitarsvæðum, fólki verður kennt hvernig á að skipuleggja leitarsvæði og gera leitina meira krefjandi fyrir hundinn á skemmtilegan hátt.
Farið verður ítarlega í keppnisleit og hvað þarf að hafa í huga þegar keppt er með hundinn þinn.
Markmið okkar er að þetta námskeið sé krefjandi en skemmtilegt fyrir báða meðlimi teymisins, bæði hunda og eiganda.
Byggjum upp betra samband við nú þegar frábæra NoseWork hunda!
Allir tímar fara fram bæði inni og úti á Betri Hundar að Grandatröð 5, Hafnarfirði.
Leiðbeinendur eru Katrín Edda Þórðardóttir
og Sara Kristín Olrich-White