Hressir Hundar - Hundafimi og heilaörvun
Hressir Hundar er námskeið sem sett er upp fyrir aktíva og hressa hunda sem vilja spreyta sig á hundafimi brautum og læra skemmtilega heilaörvun.
Þar sem við viljum geta boðið upp á þessa tíma fyrir hunda sem eiga erfitt með að vinna í hóp líka þá fara tímarnir fram í einkakennslu, hver hundur fær 30 mínútna lotu innan auglýstan tíma þegar skráningu lýkur tveim dögum fyrir námskeiðið.
Á námskeiðinu verður farið í styrktarþjálfun, mikilvægi þess að hita upp og kæla niður líkama hundsins fyrir og eftir hundafimi, hvernig er gott að stýra hundinum í gegnum braut, að byggja upp sjálfsöryggi hundsins í öllum tækjum og svo er einn tími þar sem eigendum er kennt að gera allskonar skemmtilega heimagerðar heilaþrautir fyrir hundinn og fá þau að spreyta sig í því.
Uppsetning á námskeiðinu:
Tími 1: Styrktarþjálfun - upphitun - cool down
Tími 2: Hundafimibraut
Tími 3: Hundafimibraut
Tími 4: Hundafimibraut
Tími 5: Heimagerðar heilaþrautir
Tími 6: Hundafimibraut
Hundafimi hentar öllum hundum sem eru í góðu líkamlegu standi, þar sem tímarnir fara fram í einkakennslu þá er unnið á hraða hvers og eins og hægt er að hafa tímana sérsniðna af því sem eigandi og hundur vilja vinna mest með, markmiðið er að hver og einn hundur geti komið og gert eitthvað skemmtilegt í öruggu umhverfi þar sem þeim líður vel.
Leiðbeinandi:
Elín Elísabet Bjarnardóttir.