Betri Táningar - Framhaldsnámskeið

37.000 kr.

 

Þetta námskeið er hannað fyrir hunda eldri en 5/6 mánaða & er framhaldsnámskeið af grunnnámskeiðinu okkar “Betri Hvolpar”, það er þó ekki skylda að hafa lokið því námskeiði hjá okkur, bara að hundurinn hafi smá grunn.  

Á þessu námskeiði einblínum við á alla þá helstu hluti sem geta komið upp á þegar að hundarnir verða táningar og þeim kostum og göllum sem því tímabili fylgir.

Frábært, uppbyggjandi námskeið fyrir unglinga sem eiga það til að vera með banana í eyrunum! 

Eins og á öllum okkar námskeiðum þá kennum við þér að þjálfa þinn hund til að þið byggið upp gott samband ykkar á milli og hundurinn hafi gaman af því að vinna með sínu fólki.

 

Farið verður yfir helstu atriðin sem fylgja svokallaða gelgjuskeiðinu. 

 

Unnið verður í: 

- Að kenna hundunum að hunsa áreiti og bregðast rétt við í kringum slíkt.

- Slökun & ró í ýmsum aðstæðum.

- Innkall með truflanir og í kringum aðra hunda.

- Taumganga og tenging við eiganda.

- Andleg örvun og hvernig það getur bætt lífið með tánings hundum.

Þetta námskeið nýtist öllum þeim hundaeigendum sem vilja halda þjálfun áfram eftir grunnnámskeið, vilji byggja upp traust samband og vinna með hundinum í gegnum gelgjuna.

 

Leiðbeinendur eru Katrín Edda Þórðardóttir 

og Elín Elísabet Bjarnadóttir

Dagskrá

Nánari Upplýsingar

Betri Táningar febrúar 2025

Tímasetning

03.02.25 - 18:00-19:00 - Mánudagur 05.02.25 - 18:00-19:00 - Miðvikudagur 10.02.25 - 18:00-19:00 - Mánudagur 12.02.25 - 18:00-19:00 - Miðvikudagur 17.02.25 - 18:00-19:00 - Mánudagur 19.02.25 - 18:00-19:00 - Miðvikudagur

Testimonial 1
Testimonial 2
Testimonial 3
Testimonial 4
Testimonial 5
Testimonial 6
Testimonial 7