Opnir tímar hjá Betri Hundar eru æfingartímar til að æfa hinu ýmsu hundaíþróttir.
Skáningar sendast á elin@betrihundar.is með upplýsingum um hundinn og hvaða íþróttir þið eruð spenntust fyrir.
Æfingar sem boðið verða uppá:
- Hlýðni æfingar
- NoseWork æfingar
- Rallý-hlýðni æfingar
- Sýningaræfingar
- Hundafimi æfingar
- Spora æfingar
- Styrktaræfingar
Helsta markmiðið í þessum tímum er að sjálfsögðu eins og í öllum okkar tímum að hafa gaman með hundunum okkar og að sjálfsögðu efla þau í þeim íþróttum sem þau hafa gaman af.
Það eru kröfur í þessum tímum að hundarnir hafi færni á að vera í kringum aðra hunda, þeir þurfa ekki að vera endilega mjög félagslyndir en þetta gætu orðið erfiðir tímar fyrir hund sem líður illa í návist annara.
Aðal markmiðið er samt sem áður að hver hundur vinnur með sínum eiganda í gera þær æfingar sem eru í gangi hverju sinni.
Í þessum tímum erum við alltaf með þjálfara á staðnum sem ábyrgðarmann og getur sá þjálfari að sjálfsögðu hjálpað og leiðbeint í þeirri íþrótt sem er í tímanum en engin formleg kennsla er á staðnum heldur bara fólk komið saman til að æfa hundaíþróttir í góðri aðstöðu með uppsettum æfingum.
Hægt er að kaupa 4 eða 6 skipti í opna tíma og geta menn mætt að vild eftir því hvað þeim langar mest að æfa.
Tímarnir verða haldnir alla föstudaga kl 18 í eða í kringum þjálfunarsal Betri Hundar í Grandatröð 5, Hafnarfirði.
Verð:
4 skipti - 12.000kr
6 skipti - 16.000kr
Endilega fylgið facebook hópnum sem heldur utan um tímana, þar verður sett inn hvern þriðjudag hvað verður gert í næsta tíma og hægt er svo að melda sig undir þann þráð:
https://www.facebook.com/groups/911196413746262/?mibextid=c7yyfP
Leiðbeinendur:
Sara Kristín Olrich-White - Elín Elísabet Bjarnadóttir - Katrín Edda Þórðardóttir