Betri Hundar - Hlýðni

35.000 kr.

Þetta námskeið eru hannað fyrir þá hunda sem eru í kringum eins árs og er framhald af Betri Táningar fyrir þá sem vilja einblína á hlýðni, hundar þurfa að hafa náð góðum tökum á grunn hlýðni fyrir þetta námskeið.

Hundar mega vera yngri en eins árs á þessu námskeiði svo lengi sem þeir kunna almenna hlýðni.

 

Þetta námskeið getur nýst vel þeim sem hafa áhuga á almenna hlýðni, langar að byggja upp betra samband við hundinn sinn eða kenna hundinum að einbeita sér vel í kringum áreiti, sömuleiðis er farið vel í grunninn sem þarf fyrir keppnis hlýðni og tekið er kynningu á Rallý-hlýðni.

 

Hérna förum við í flóknari og kröfuharðari hlýðni æfingar eins og kyrr til lengri tíma og/eða með fleiri truflanir, stoppa á göngu, að fara í bæli/á mottu, kennum hundunum að fara frá okkur, fjarlægðarstjórnun, flott hælganga í kringum áreiti og að almennt hunsa áreiti.

Markmiðið er að kenna hundunum virðið og gamanið við það að vinna með sínu fólki þrátt fyrir að hlutir séu að gerast í kringum þá, 

Allar æfingar eru gerðar á jákvæðan og skemmtilegan hátt út frá hverjum og einum einstaklingi.

 

Allir tímar fara fram úti hjá Betri Hundar að Grandatröð 5, Hafnarfirði.

Leiðbeinandi: Sara Kristín Olrich-White

og

Elín Elísabet Bjarnardóttir

Dagskrá

Nánari Upplýsingar

Hlýðni desember 2024

Tímasetning

10.12.24 - 18:00-19:00 - Þriðjudagur 12.12.24 - 18:00-19:00 - Fimmtudagur 17.12.24 - 18:00-19:00 - Þriðjudagur 19.12.24 - 18:00-19:00 - Fimmtudagur 07.01.25 - 18:00-19:00 - Þriðjudagur 09.01.25 - 18:00-19:00 - Fimmtudagur

Testimonial 1
Testimonial 2
Testimonial 3
Testimonial 4
Testimonial 5
Testimonial 6
Testimonial 7