Félagsmótun hvolpa skiptist i tvo hluti. Fyrri og seinni félagsmótun. Fyrri félagsmótun er fra 3-5 vikna, hér ber ræktandi ábyrgð á að kynna hvolpinum fyrir nýjum hlutum & hljóðum í gotkassanum. Fyrra félagsmótunartímabilið felst aðalega i þvi að hvolpurinn lærir að vera hundur. Þeir uppgvöta sitt eigið eðli sem er mismunandi eftir tegundum. Hvolparnir læra samskipti við gotsystkini i leik & læra bitmörk. Ef önnur dýr, kettir, kindur eða hestar, eru á sama heimili & hvolpurinn er, er hann liklegri til að eiga auðveldari samleið með þeim dýrum seinna meir.
Á fyrra félagsmótunartímabilinum (>5 vikna) eru hvolpar nánast ónæmir fyrir áföllum og jafna sig fljótt á slæmum reynslum án þess að það hafi varanleg áhrif á þá. Á þessum tima eru hvolpar háðir mömmu sinni og systkinum. Þeir sýna sterk stress einkenni ef þeir eru aðskildir þeim. Um 7 vikna minnkar þetta svo það er fullkomið að byrja almenna umhverfisþjálfun hér. Hvolpar sem fara frá ræktandanum & á ný heimili fyrir 7-8 vikna eru líklegri til að þróa með sér aðskilnaðarkvíða, ofvirkni, hræðslu & árásargirnir.
Seinni félagsmótunartímabilið er frá 6-12 vikna. Þessar vikur fara í að læra á heiminn okkar mannana og eru hvolpar opnastir fyrir nýjum upplifunum, þeir eru líklegir til að nálgast óþekkta hluti & ókunnugar manneskjur án þess að óttast. Þegar við fáum hvolp í hendurnar, um 8 vikna viljum við setja mestu áherlsu á umhverfisþjálfun, almenn hlýðni & trikk þjálfun má bíða. Frá 8-12 vikna viljum við Kynna inn nýja hluti daglega & einblínum á jákvæðar upplifanir. Nýtum jákvæða styrkingu. Góðbitar, slátur, kjúklingur, heima þurrkað kjöt, skorið i örsmáa bita á stærð við græna baun er gífulega gott að nota með umhverfisþjálfuninni. Hugsum umhverfisbreyting = Góðbiti. Þetta kennir hvolpinum að þeir þurfa ekkert að óttast nýja hluti í umhverfinu, að
umhverfisbreytingar eru góðar & þeir fara að gefa þér athygli við umhverfisbreytingar.
Samkvæmt nýjustu rannsóknim mæla atferlismenntaðir dýralæknar með þvi byrja umhverfisþjálfun 8 vikna eða um leið og nýjir eigendur fá hvolpinn í hendurnar, áður en þeir eru fullbólusettir.
“American veternary Society of Animal Behavior’s position statment on socialization: For this reason, the American Veterinary Society of Animal Behavior believes that it should be the standard of care for puppies to receive such socialization before they are fully vaccinated.”
Þar sem hvolpurinn er að upplifa allan heiminn i fyrsta skipti er auðvelt að finna hluti sem hann hefur ekki upplifað. Kynnum inn allskonar hljóð, umhverfishljóð, flugelda, börn að gráta, öskra og leika sér. Ryksugur, boostvélar, brauðrist, dyrabjallan og almenn heimilistækja hljóð. Hlutir eins & ruslatunnur, bekkir, steinar, styttur, vinnumenn, börn með hjálma, mismunandi undirlög, blautt, þurrt, parkett og flísar, gras, mold og mosa. Hvolpar og hundar almennt eru ekki góðir í að alhæfa, miðum við að nýjir hlutir eru enn nýjir þar til þeir hafa upplifað þá allavegana þrisvar sinnum í þrem mismunandi umhverfum.
Hræðslutímabilið.
Allir hvolpar upplifa hræðslutimabil. Þó er það mismunandi eftir persónuleika hvolpsins hversu mikið eigendur taka eftir þvi. Hræðslutímabilið er frá 8-10 vikna. Áföll á þessum vikum getur haft varanleg áhrif á hvolpinn. Hér viljum við forðast stórar aðgerðir og mikla flutinga, sem dæmi flugferðir á milli landshluta. Einblínum á jákvæðar upplifanir & nýtum nammi til að tryggja það. Allir hvolpar upplifa hræðslu & stress, það er á okkar ábyrgð að kenna þeim að takast á við þessar tilfinningar. Seinna hræðslutímabilið er frá 6-14 mánaða og endist í 1-3 vikur, það hefur ekki jafn mikil áhrif og fyrsta hræðslutímabilið.
Eftir að hvolpur nær 16 vikna aldri fara þeir að efast nýja hluti og eru ólíklegri til að vilja nálgast þá. Þetta er eðlilegt þroskaþrep hja flestum lífverum. Ef þeir hafa ekki séð þetta áður þá getur þetta verið hættulegt & það er skynsamlegt að forðast það. Það er mikilvægt að halda umhverfisþjálfun áfram eftir 16 vikna, miðum við 3-4 nýja hluti á viku. Munum líka að umhverfisþjálfun þýðir ekki að hvolpur þurfi að hitta allt og alla, leyfum hvolpinum að sjá, heyra, skoða & upplifa heiminn. Kennum honum að taka skynsamar ákvarðanir, þar á meðal sjá og aftengjast áreiti. Verum þolinmóð, kynnum okkur merkjamál og þekkjum streituþröskuld
hvolpsins okkar.
Varstu að fá þér hvolpa eða eigið þið von á nýjum fjölskyldumeðlim? Endilega kíkið á námskeiðin okkar “Betri kríli” eða “Betri hvolpar”. Þetta eru námskeið fyrir yngstu hvolpana, Betri kríli fyrir þá allra yngstu 8/9 -19 Vikna & þar er farið dýpra í umhverfisþjálfun, samskipti við aðra hvolpa, menn & fleira. Betri hvolpar er grunnámskeiðið okkar og henta öllum hvolpum eldri en 12 Vikna.
Linkur að yfirlýsingu atferislfræðinga.